Jarðskjálfti gekk yfir Chile

Jarðskjálfti gekk yfir Chile í nótt.
Jarðskjálfti gekk yfir Chile í nótt. Mynd/usgs.gov

Jarðskjálfti af stærðinni 5,9 gekk yfir Chile í nótt. Engar tilkynningar hafa borist um meiðsli fólks eða eignatjón.

Skjálftinn átti sér stað skömmu fyrir miðnætti að staðartíma um 42 kílómetrum vestur af borginni Valparaiso.

Upptök skjálftans voru á 9,8 kílómetra dýpi, samkvæmt Jarðvísindastofnun Bandaríkjanna. 

Fram kom að skjálftinn gæti hugsanlega leitt af sér fljóðbylgju en enginn viðvörun þess efnis hefur verið gefin út.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert