Stöðusektir á sjö sekúndna fresti

Útgefnum sektum breskra bílastæðafyrirtækja hefur fjölgað um meira en helming á fimm árum, frá því að þau fengu heimild til að sekta þá sem ekki fara eftir settum reglum um bifreiðastöður.

Fyrirtækin, sem eru í einkaeigu, sóttu upplýsingar í bifreiðaskrá 4,71 milljón sinnum rekstrarárið 2016-2017 en um er að ræða 28% aukningu frá fyrra ári. Þá sóttu þau upplýsingar um eigendur bifreiða 1,89 milljón sinnum árið 2012-2013, þegar reglurnar voru settar.

Í flestum tilvikum munu upplýsingarnar hafa verið notaðar til að gefa út sektir vegna brota á bifreiðastöðureglum en þetta jafngildir því að á Bretlandi séu stöðusektir gefnar út á sjö sekúndna fresti.

Tölurnar þykja benda til þess að málið þarfnist athugunar og að mögulega þurfi að breyta reglum um bifreiðastöður á einkalóðum.

Ítarlega frétt um málið má finna hjá Sky News.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert