Kallaði samflokksmenn sína „negra“

Presturinn Alphonso Jackson útskýrir fyrir börnum í Flórída hvers vegna …
Presturinn Alphonso Jackson útskýrir fyrir börnum í Flórída hvers vegna þingmaðurinn sagði af sér. AFP

Öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins í Flórída hefur sagt af sér eftir að hafa kallað tvo svarta samstarfsmenn sína, mann og konu, „negra“ og „tík“. Þessu rasísku ummæli lét hann falla á bar sl. mánudag.

Frank Artiles er 43 ára gamall. Hann baðst afsökunar á framferði sínu í uppsagnarbréfi. 

„Það er ljóst að ég hvorki hagaði mér né talaði eins og ég ætlast til af sjálfum mér. Ég biðst afsökunar á því,“ sagði Artiles. Atvikið átti sér stað á bar í borginni Tallahassee og var Artiles drukkinn þegar hann lét ummælin falla.

Artiles lét dólgslega og var með munnsöfnuð við kollega sína og kallaði þriðja samflokksmann sinn, Joe Negron, „píku“. Negron var hins vegar ekki á staðnum.

Þegar vímann rann af Artiles daginn eftir réði hann sér lögfræðing í veikri von um að ná að klóra í bakkann. Hann sagði af sér í dag og sagðist axla ábyrgð á gjörðum sínum. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert