Hét því að lækna MS með kynlífi

Samband læknisins og sjúklingsins hófst eftir að konan var lögð …
Samband læknisins og sjúklingsins hófst eftir að konan var lögð inn á sjúkrahús í Lundúnum árið 2012. AFP

„Treystu mér, ég er læknir,“ sagði Kwame Somuah-Boateng við sjúkling sinn þegar hann reyndi að telja henni trú um að hann gæti linað þjáningar hennar vegna MS sjúkdómsins með kynlífi.

Læknirinn, sem er 43 ára giftur tveggja barna faðir, sagði m.a. að kynlífið myndi styrkja fótvöðva konunnar og hjálpa henni við að endurheimta tilfinninguna í leggöngunum.

Somuah-Boateng tók sjúklinginn með sér í skírn og hét því að giftast henni og eignast með henni son en hinu sex mánaða sambandi lauk þegar konan komst að því að hún væri mögulega ólétt.

Læknirinn tjáði henni þá að kona hans myndi reyna að drepa barnið. Þegar sjúklingurinn missti fóstrið freistaði Somuah-Boateng þess að endurvekja kynferðissamband þeirra.

Mál læknisins er nú til rannsóknar hjá heilbrigðisyfirvöldum í Bretlandi en að sögn sjúklingsins vakti hann með henni öryggistilfinningu og kom henni til að halda að hún gæti ekki rætt við fjölskyldu sína og vini um sjúkdóm sinn.

Somuah-Boateng hefur neitað að hafa átt frumkvæði að sambandinu og skrifað upp á lyf fyrir sjúklinginn.

Ítarlega frétt um málið má finna hjá Telegraph.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert