Fundu kóran og haglabyssu í bílnum

Franskir lögreglumenn við eftirlit á Champs Elysees. Öryggiseftirlit hefur nú …
Franskir lögreglumenn við eftirlit á Champs Elysees. Öryggiseftirlit hefur nú verið aukið til muna vegna forsetakosninganna á sunnudag. AFP

Árásarmaðurinn sem varð lögreglumanni að bana við Champs Elysees-breiðgötuna í gærkvöldi, hét Karim Cheurfi að sögn franskra fjölmiðla. AFP-fréttastofan segir handskrifað bréf þar sem hryðjuverkasamtökin Ríki íslams eru lofuð hafa fundist nálægt þeim stað sem Cheurfi féll fyrir hendi lögreglu. Þá er eintak af kóraninum sagt hafa fundist í bíl hans nærri árásarstaðnum, sem og haglabyssa og hnífar.

Er Cheurfi sagður hafa komið ak­andi eftir Champs Elysees-breiðgöt­una, þar sem hann fór út úr bíln­um og skaut með sjálf­virkri byssu á bif­reið lög­reglu. Eft­ir það lagði hann á flótta og skaut á fleiri lög­regluþjóna áður en lög­regl­an felldi hann. 

Ríki íslams hef­ur lýst yfir ábyrgð á árás­inni og seg­ir einn liðsmanna sinna, „Belgan Abu Yussef“ hafa staðið fyrir árásinni.

Frönsk yfirvöld hafa ekki viljað gefa upp nafn árásarmannsins, en franskir fjölmiðlar segja það vera hinn 39 ára  Karim Cheurfi.

Lögregla hefur þó staðfest að árásarmaðurinn hafi verið á lista hryðjuverkalögreglu yfir hugsanlega hryðjuverkamenn. Hann var síðast handtekinn í febrúar á þessu ári vegna gruns um að hann væri að undirbúa morð á lögreglumanni, en var látinn laus vegna skorts á sönnunum.

Þá segir AFP hann hafa hlotið fimm ára fang­els­is­dóm árið 2005 fyr­ir þre­falda morðtil­raun árið 2001 og voru tveir af þeim sem hann skaut á þá einnig lögreglumenn.

Pier­re-Henry Brand­et, inn­an­rík­is­ráðherra Frakk­lands, greindi frá því í sam­tali við Europe 1 út­varps­stöðina í morgun að lög­regla hefði lýst eftir öðrum manni, sem belg­íska ör­ygg­is­lög­regl­an hefði borið kennsl á, í tengsl­um við rann­sókn sína.

Greindi AFP-frá því skömmu síðar að sá maður­ hefði gefið sig fram við belg­íska lög­reglu.

Franska lögreglan er þá einnig sögð hafa handtekið þrjá fjölskyldumeðlimi árásarmannsins, að því er Reuters hefur eftir heimildamanni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert