Kæra 53 fyrir meint hýrt brúðkaup

Samkynhneigð er bönnuð samkvæmt nígerískum lögum. Mynd úr safni frá …
Samkynhneigð er bönnuð samkvæmt nígerískum lögum. Mynd úr safni frá Nígeríu. AFP

Saksóknari í norðurhluta Nígeríu hefur kært 53 manna hóp sem er gefið að sök að halda upp á brúðkaup samkynhneigðs pars. Fólkið var handtekið á laugardaginn og neitar öllum ásökunum, að sögn lögfræðings hópsins. Hann segir jafnframt að fólkið hafi verið hneppt ólöglega í varðhald.    

Fólkinu var sleppt út haldi gegn tryggingu en mál þeirra verður tekið fyrir 8. maí. 

Samkynhneigð er bönnuð samkvæmt nígerískum lögum sem tóku gildi árið 2014. Hægt er að dæma fólk í allt að 14 ára fangelsi fyrir brot á lögunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert