Sjana úr Voice gefur út nýtt lag

Sjana Rut var að gefa út lagið Bitter Sweet Sound.
Sjana Rut var að gefa út lagið Bitter Sweet Sound. Mynd: úr einkasafni

Sjana Rut Jóhannsdóttir var að gefa út lagið Bitter Sweet Sound, sem og tónlistarmyndband við það. Lagið og textann samdi hún sjálf. Við tökur á myndbandinu naut hún aðstoðar Snorra Christopherssonar en hún klippti og leikstýrði því sjálf.

„Lagið fjallar í stuttu máli um ástarsorg. Það er svolítið síðan ég samdi þetta lag, um áramótin. Ég er að tjá mig um hvernig mér leið á þeim tíma.“

Svana vakti mikla athygli í sjónvarpsþáttunum The Voice Ísland þar sem henni var hrósað í hástert fyrir sérstaka og hljómfagra rödd. „Sj­ana, þú ert nátt­úru­lega 17 ára og það er eins og það sé ein­hver 50 ára göm­ul gospel­söng­kona inni í þér, hvaðan kem­ur þetta?“ Sagði Svala Björgvins, þjálfari hennar í þáttunum.

Sjana hefur ekki setið auðum höndum eftir að The Voice Ísland lauk. Hún hefur samið mikið af tónlist og gefið út nokkur lög, þótt þetta sé fyrsta tónlistarmyndbandið úr hennar smiðju. Hún hefur einnig verið að koma fram ásamt bróður sínum Alex Má Jóhannssyni og saman tóku þau systkinin þátt í Músíktilraunum.

„Við reynum að taka þátt í öllu og koma okkur fram alls staðar. Það gerist ekkert nema maður geri það sjálfur.“

Systkinin Alex og Sjana.
Systkinin Alex og Sjana. Mynd: úr einkasafni
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler