Elskar þú konuna mína?

Susan Sarandon og Richard Gere lauflétt á rauða dreglinum.
Susan Sarandon og Richard Gere lauflétt á rauða dreglinum. AFP/Jamie McCarthy

Hafi ykkur alltaf dreymt um að sjá hnefabardaga milli Richards Geres og Williams H. Macys þá ættuð þið að skella ykkur á bandarísku gamanmyndina Maybe I Do sem var heimsfrumsýnd í gærkvöldi, meðal annars hér á landi.

Gere og Macy leika feður tilvonandi brúðhjóna í myndinni. Mæður þeirra eru heldur engir nýgræðingar á hvíta tjaldinu, Susan Sarandon og Diane Keaton. Sumsé stórskotalið. Engum sögum fer af því hvort þær láta hendur skipta í myndinni. Færri kannast líklega við leikarana sem fara með hlutverk brúðhjónanna en þau eru á öruggri uppleið vestur í Hollywood, Emma Roberts og Luke Bracey. 

Óborganlegir eldri borgarar

Ekki er langt síðan einhver fékk þá bráðsnjöllu hugmynd vestra að eldri borgarar gætu líka borið uppi rómantískar gamanmyndir enda er ástin fræg fyrir að spyrja hvorki um aldur né stöðu. Maybe I Do kemur breikdansandi inn í þessa sviðsmynd. Michelle og Allen ætla að ganga í heilagt hjónaband en fyrst finnst þeim mikilvægt að foreldrar þeirra hittist. Það reynist hin versta hugmynd enda þekkja foreldrarnir hverjir aðra og ekki með þeim hætti sem börn þeirra bjuggust endilega við. Þegar Gere rekst á Sarandon, sem hann er ekki kvæntur, í stofunni heima hjá sér verður honum um og ó og mælir andstuttur: „Þú mátt ekki koma hingað núna, ég er með félagsskap!“ Sarandon horfir áhyggjufull á hann á móti og segir: „Ég er félagsskapurinn!“

William H. Macy sultuslakur.
William H. Macy sultuslakur. AFP/Leon Bennett

Þið skiljið hvað ég er að fara! Seinna detta menn í „elskarðu konuna mína?“ og allan pakkann. Ég er ekkert að höskuldast í ykkur; allt kemur þetta fram í stiklunni.

Nánar er fjallað um Maybe I Do í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson