Avatar hefur skilað 300 milljörðum króna í miðasölu

James Cameron nýtur fádæma velgengni.
James Cameron nýtur fádæma velgengni. AFP/Kevin Winter

Avatar: They Way of Water er orðin fjórða vinsælasta myndin frá upphafi í kvikmyndahúsum heimsins. 

Myndin hefur verið sú vinsælasta í kvikmyndahúsum í Bandaríkjunum sjö vikur í röð og nú um helgina halaði hún inn nærri 16 milljónum dollara í miðasölunni. 

Á heildina litið hefur miðasala í kvikmyndahúsum um heim allan skilað 2,1 milljarði dollara eða um 300 milljörðum íslenskra króna. Myndin nýtur til að mynda mikilla vinsælda í Kína. 

Fyrri Avatar myndin sem kom út árið 2009 er sú mynd sem hefur skilað mestum tekjum í miðasölu á heimsvísu. Þá kemur Avengers: Endgame, Titanic og nú Avatar: The Way of Water.

Athyglisvert er að leikstjórinn James Cameron kemur við sögu í þremur þessara fjögurra mynda.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler