Sagt upp störfum vegna ákæru um heimilisofbeldi

Justin Roiland, meðhöfundur Rick and Morty, vinnur ekki lengur hjá …
Justin Roiland, meðhöfundur Rick and Morty, vinnur ekki lengur hjá Adult Swim. Samsett mynd

Bandaríska sjónvarpsstöðin Adult Swim hefur skorið á öll tengsl sín við teiknimyndahöfundinn og raddleikarann Justin Roiland. Hann er ákærður fyrir að hafa beitt fyrrverandi kærustu sína heimilisofbeldi. Fyrirtaka í málinu er á dagskrá í vor en meint atvik er sagt hafa átt sér stað í maí árið 2020.

Roiland er meðhöfundur þáttanna vinsælu Rick and Morty og einnig raddleikari í þáttunum sem fjalla um vísindamann og barnabarn hans.

Sjónvarpsstöðin, sem hafði þegar gert samning um framleiðslu sjöundu þáttaröð Rick and Morty, sagði að annar yrði ráðinn í stað Roilands og að þættirnir myndu því fara í loftið líkt og áætlanir gerðu ráð fyrir.

Roiland hefur neitað öllum ásökunum.

Sakar fyrrverandi kærasta hans hann um að hafa haldið henni fanginni gegn vilja hennar, beitt hana blekkingum og lagt hendur á hana. Er hann ákærður fyrir heimilisofbeldi í tveimur ákæruliðum.

Konan tilkynnti meint ofbeldi til lögreglu í kringum 19. janúar árið 2020.

Ekki hefur verið ákveðið hvenær málið verður tekið fyrir en það var þingfest nú fyrr í janúar, en það var í fyrsta skipti sem greint var frá málinu opinberlega.

Roiland er tvöfaldur Emmy-verðlaunahafi ásamt meðhöfundi sínum Dan Harmon. Verðlaunin hlutu þeir árin 2018 og 2020.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson