Heimsfrægur brandari reynist eiga íslenskan uppruna

Kötturinn úr myndbandi Bjarkar hefur orðið vinsælt jarm.
Kötturinn úr myndbandi Bjarkar hefur orðið vinsælt jarm.

Grétar Þór Sigurðsson hefur komist að því hvaða dagblað kötturinn í vinsælu jarmi (e. meme) er að lesa, sem án efa margir hafa velt vöngum yfir lengi.

Kötturinn birtist í myndbandi við lag listakonunnar Bjarkar, Triumph of a Heart, og hefur Grétar nú komist að því að kötturinn var að lesa Fréttablaðið frá 23. ágúst árið 2004. 

Forsíða Fréttablaðsins 23. ágúst árið 2004.
Forsíða Fréttablaðsins 23. ágúst árið 2004. Skjáskot

Grétar segir í samtali við mbl.is að hann hafi rekist á jarmið á Twitter og velt því fyrir sér hvaða blað kötturinn hafi verið að lesa. 

Þessi köttur hefur verið stór í net-kúltúrnum í mörg ár og ég hafði þekkt I should buy a boat meme-ið í mörg ár áður en ég komst að því að þetta væri stilla úr myndbandi eftir Björk,“ segir hann. 

Grétar segist hafa komist að því á Wikipediu að myndband Bjarkar var tekið upp í ágúst árið 2004 og fór svo að hann renndi yfir forsíður Morgunblaðsins og Fréttablaðsins frá þeim mánuði á tímarit.is.

Einn Twitter-notandi bendir á í sambandi við tíst Grétars að tilnefningarfrestur blaðamannaverðlaunanna rennur út 3. febrúar. 



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson