Gekk út af miðju stefnumóti

Paulina Porizkova lætur ekki bjóða sér neitt rugl.
Paulina Porizkova lætur ekki bjóða sér neitt rugl. Getty Images/AFP/Jamie McCarthy

Fyrirsætan Paulina Porizkova er farin að reyna aftur fyrir sér í heimi ástar og stefnumóta. Hún segist nýlega hafa staðið upp á miðju stefnumóti og gengið út eftir að henni ofbauð hvernig maðurinn talað um sína fyrrverandi.

Porizkova sagði í viðtali við Page Six að hún hafi tekið eftir ákveðnu mynstri undanfarið. „Ég er ekki að grínast, um 75% af þeim mönnum sem ég hef farið á stefnumót með, þegar ég spyr þá hvað fór úrskeiðis í síðasta sambandi hjá þeim, þá segja þeir mér að fyrrverandi eiginkonur þeirra séu með persónuleikaröskun,“ sagði Porizkova.

Hún sagði mennina segja að þeir hefðu gert allt sem þeir gátu, en að fyrrverandi konur þeirra væru bara klikkaðar.

„Síðast þegar þetta gerðist, þá stóð ég bara upp á miðju stefnumóti og labbaði út. Ég beið ekki einu sinni eftir forréttunum. Ég sagði honum bara „Gangi þér vel að finna einhverja heilbrigða konu. Ég er farin“,“ sagði Porizkova.

Hún segir stefnumótamarkaðinn minnka fyrir vikið, en að hún eigi allavega skemmtilegar sögur til að segja vinkonum sínum. „Því verra sem stefnumótið því fyndnari saga, þannig ég er að safna mörgum góðum sögum núna,“ sagði Porizkova.

Porizkova giftist Ric Ocasek árið 1989 en hann lést árið 2019. Voru þau í miðjum skilnaði þegar hann lést óvænt eftir aðgerð á hjarta. Árið 2021 var Porizkova í stuttu sambandi með leikstjóranum Aaron Sorkin.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler