Svona komst Shakira að framhjáhaldinu

Fyrrverandi parið Shakira og Gerard Piqué.
Fyrrverandi parið Shakira og Gerard Piqué. AFP

Poppdívan Shakira er sögð hafa komist að því að fyrrverandi kærasti hennar til ellefu ára, spænska fótboltastjarnan Gerard Piqué, hafi haldið haldið framhjá henni þegar hún kom heim eftir að hafa verið á ferðalagi og opnaði ísskápinn á heimili þeirra. 

Shakiru byrjaði að gruna að eitthvað grunsamlegt hafi átt sér stað þegar hún sá að sultukrukkur hefðu horfið úr ísskáp þeirra, en samkvæmt Show News Today borðuðu hvorki Piqué né börnin þeirra sultu. 

Í tónlistarmyndbandi við smáskífu hennar og Rauw Alejandro, Te Felicito, er talið að Shakira leiki atburðarásina eftir þar sem hún opnar ísskápinn og finnur þar höfuð Alejandro á fati. Árið 2022 var erfitt ár fyrir Shakiru, en ofan á sambandsslitin rataði söngkonan mikið í fjölmiðla vegna ákæru fyrir skattsvik og var gert að mæta fyrir dómstóla. 

Fer ófögrum orðum um nýju kærustuna

Í síðustu viku kom Shakira aðdáendum sínum heldur betur á óvart þegar hún gaf út lag þar sem hún gerir kaldhæðnislegt grín að fyrrverandi kærasta sínum og nýju 23 ára gömlu kærustunni hans, Clara Chia Marti. Í textanum fer hún ófögrum orðum um parið. 

„Þú skildir mig eftir með tengdamóður mína sem nágranna, fjölmiðla við dyrnar hjá mér og í skuld við ríkið,“ syngur söngkonan í nýja laginu sem er á spænsku, en á aðeins sjö dögum hefur lagið fengið yfir 150 milljónir áhorfa á Youtube.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant