Jeremy Renner útskrifaður af spítala

Jeremy Renner.
Jeremy Renner. AFP

Bandaríski leikarinn Jeremy Renner, sem einkum er þekktur fyrir að leika Marvel-hetjuna Hawkeye, hefur verið útskrifaður af sjúkrahúsi. Þessu greinir hann frá á Twitter. Renner slasaðist illa á nýársdag af völdum snjóblásara.

Í færslunni á Twitter ­segist Renner enn vera þungur í höfðinu, en gleðjist yfir því að geta horft á frumsýninguna á annarri þáttaröðinni af Mayor of Kingstown heima, í faðmi fjölskyldunnar. Þessu greinir SVT frá.

Í frétt á vef Variety kemur fram að kynningarplakatinu fyrir Mayor of Kingstown, þar sem Renner fer með aðalhlutverkið, hafi verið breytt eftir slysið. Á upprunalega plakatinu, sem fyrst var birt í desember, löngu áður en slysið átti sér stað, var andlit Renners marið og blóðugt. Eftir slysið þótti stjórnendum hjá Paramount+, sem framleiða þættina, þessi útfærsla óviðeigandi og létu má út allt blóð og marbletti af plakatinu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant