Íþróttahetja gerir kvikmynd eftir bók Stefáns Mána

Rithöfundurinn Stefán Máni og Hannes Þór Halldórsson kvikmyndagerðarmaður og fótboltastjarna.
Rithöfundurinn Stefán Máni og Hannes Þór Halldórsson kvikmyndagerðarmaður og fótboltastjarna.

Framleiðslufyrirtæki Hannesar Þórs Halldórssonar, Floodlights, hefur keypt kvikmyndaréttinn að bók Stefáns Mána Húsinu.

„Stefán Máni er ótrúlega orkumikill rithöfundur sem skrifar myndrænar og kynngimagnaðar bækur. Húsið er dimm og drungaleg saga og ég var ekki búinn að lesa margar blaðsíður þegar ég fann að hér væri efni í góða kvikmynd. Það er auðvitað langt í land ennþá en handritsvinnan er komin af stað og vonandi sjáum við Hörð Grímsson á hvíta tjaldinu áður en langt um líður,“ segir Hannes.

Stefán Máni er ánægður með samkomulagið og hlakkar til að fylgjast með þróuninni.

„Ég er hrikalega ánægður með þennan samning. Það er tími til kominn að Hörður Grímsson fái að njóta sín á hvíta tjaldinu og Hannes Þór er hárréttur maður í verkið. Aðdáendur lögreglumannsins hljóta að gleðjast,“ segir Stefán.

Framleiðslufyrirtækið Floodlights hefur verið á miklu skriði undanfarin ár en síðan Hannes Þór lagði markmannshanskana á hilluna hefur aukinn kraftur færst í starfsemina. Hannes Þór hefur verið stórtækur á íslenska auglýsingamarkaðnum upp á síðkastið og leikstýrði auk þess fyrir stuttu tveimur herferðum fyrir kínversk stórfyrirtæki sem framleiddar voru hér á landi hjá Floodlights. Leynilögga, fyrsta kvikmynd Hannesar í fullri lengd, var frumsýnd á síðasta ári og gekk afar vel í íslenskum kvikmyndahúsum. Leynilögga vakti óvænta athygli á fjölmörgum kvikmyndahátíðum og hefur fengið mikið lof erlendra gagnrýnenda.

„Það er allt búið að vera á fullu síðan ég flutti heim 2019 og eftir velgengni Leynilöggunnar eru spennandi tímar fram undan. Ásamt Húsinu er ég tengdur nokkrum mjög áhugaverðum verkefnum og hugmyndin er að bretta upp ermar og koma miklu í verk næstu árin,“ segir Hannes.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson