Bruni á Tískuvikunni í Mílanó

Carla Bruni tók þátt í sýningu Tod's á vor- og …
Carla Bruni tók þátt í sýningu Tod's á vor- og sumartískunni í Mílanó. AFP/Filippo Monteforte

Carla Bruni, fyrrverandi forsetafrú Frakka, er meðal fyrirsætna sem koma fram á Tískuvikunni í Mílanó sem stendur yfir þessa dagana. Um það bil 70 hefðbundnar tískusýningar eru fyrirhugaðar á sex dögum og 110 kynningar að auki, þar sem öll helstu nöfnin í ítalska tískuheiminum leggja sitt af mörkum. Allt frá Gucci til Fendi, Prada, Versace, Armani, Dolce & Gabbana og Bottega Veneta. Enginn vill missa af veislunni. 

Tískuvikan í Mílanó er haldin tvisvar á ári og menn fengu reykinn af réttunum eftir tveggja ára hlé í febrúar, þegar haust- og vetrartískan var kynnt, en núna er öllu tjaldað til. 300 blaðamenn eru á svæðinu (sá er hér heldur á penna situr að vísu af einhverjum ástæðum heima) sem og fjölmennur hópur alþjóðlegra kaupenda sem sagður er hreinlega sprikla af eftirvæntingu, þar á meðal fyrsta kínverska sendinefndin eftir að heiminum var skellt í lás snemma árs 2020.

Eins og við þekkjum þá er tískan alltaf skrefi á undan okkur dauðlegum mönnum og fyrir vikið er vor- og sumartískan 2023 í brennidepli í Mílanó núna en meðal helstu viðburða eru 70 ára afmælissýning Moncler og tískusýning Ferragamos á lóðinni þar sem hótel munaðarvörurisans mun rísa í náinni framtíð.

Þá hefur sitthvað breyst í mannahaldi í geiranum, Marco de Vincenzo er til dæmis tekinn við sem listrænn stjórnandi hjá Etro, Filippo Grazioli hjá Missoni og Andrea Incontri hjá Benetton. Arnaraugað hvílir að vonum á þeim.

Nánar er fjallað um Tískuvikuna í Mílanó í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Hönnun Moschino er með því frumlegra á sýningunni í ár.
Hönnun Moschino er með því frumlegra á sýningunni í ár. AFP/Miguel Modina
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant