Lífstíðarfangelsi fyrir að bana móður sinni

Ryan Grantham var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða móður …
Ryan Grantham var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða móður sína. Ljósmynd/IMDb

Kanadíski leikarinn Ryan Grantham hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi eftir að hann viðurkenndi að hafa orðið valdur að bana móður sinnar, Barböru Waite, árið 2020. 

Grantham er 24 ára gamall og hefur meðal annars farið með hlutverk í unglingaþáttunum Riverdale og kvikmyndinni Diary of a Whimpy Kid. 

Leikarinn ungi var ákærður fyrir morð af fyrstu gráðu en játaði morð af annarri gráðu. Játaði hann, fyrir hæstarétti British Columbia í Vancouver, að hafa skotið mömmu sína í hnakkann þegar hún var að spila á píanó á heimili þeirra.

Ákæruvaldið sagði Grantham einnig hafa skipulagt að myrða forsætisráðherra Kanada, Justin Trudeau. 

„Ég myrti móður mína“

Í myndbandi sem Grantham tók upp af líki móður sinnar heyrist hann segja: „Ég skaut hana í hnakkann. Augnabliki eftir það, þá hefði hún vitað að þetta var ég“.

Eftir að hann myrti móður sína drakk hann bjór og reykti gras í nokkrar klukkustundir. Svo fór hann með þrjár byssur, skot og tólf Molotov-kokteila í bíl sinn og keyrði rúmlega 200 kílómetra austur til Hope, áður en hann sneri við og keyrði á lögreglustöðina í Vancouver þar sem hann sagði: „Ég myrti móður mína“. 

Í máli ákæruvaldsins kom einnig fram að Grantham hafi íhugað að fremja fjöldamorð við Lions Gate-brúnna í Vancouver eða háskólanum sem hann stundaði nám í, Simon Fraser-háskólanum, áður en hann sneri við og gaf sig fram við lögreglu. 

Gratham hefur verið í gæsluvarðhaldi undanfarin tvö og hálft ár. Hann mun ekki geta sótt um reynslulausn næstu 14 ár.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant