Ólétt og í uppnámi vegna framhjáhaldsins

Fyrirsætan Behati Prinsloo og söngvarinn Adam Levine.
Fyrirsætan Behati Prinsloo og söngvarinn Adam Levine. AFP

Victoria's Secret-fyrirsætan Behati Prinsloo er sögð vera í miklu uppnámi vegna ásakana um að eiginmaður hennar til átta ára, söngvarinn Adam Levine, hafi haldið framhjá henni. 

Prinsloo og Levine kynntust árið 2012, en þau giftu sig árið 2014 og eiga nú von á sínu þriðja barni saman. Fyrir eiga þau dæturnar Dusty Rose og Gio Grace.

Fleiri konur stíga fram

Nú hafa þrjár konur stigið fram og sakað söngvarann um að senda þeim óviðeigandi skilaboð. Þar að auki sagði Sumner Stroh, fyrsta konan sem steig fram og opnaði sig um meint áralangt ástarsamband hennar og Levine, að sambandið hafi verið líkamlegt og hafi átt sér stað á síðasta ári. 

Viðurkennir óviðeigandi hegðun

Í gær, þriðjudag neitaði Levine því að hafa átt í ástarsambandi við Stroh og sagðist einungis hafa farið yfir strikið með því að taka þátt í daðri með skilaboðum á samfélagsmiðlum. 

„Hann viðurkennir að hafa svikið Prinsloo og verið óviðeigandi. Hann viðurkennir að hafa hagað sér eins og fáviti. Hún er samt mjög pirruð,“ sagði heimildarmaður People, en hann segir Prinsloo þó vera algjörlega skuldbundna fjölskyldu sinni. „Hann er að reyna sitt besta til að gera hlutina betri. Hann vill alls ekki skilnað,“ bætti heimildarmaðurinn við.

Hefur áður viðurkennt framhjáhald

Í viðtali við Cosmopolitan árið 2009 viðurkenndi Levine að hafa haldið framhjá áður en hann kynntist núverandi eiginkonu sinni. „Einkvæni er ekki í erfðafræðilegri samsetningu okkar. Fólk heldur framhjá. Ég hef haldið framhjá. Og veistu hvað, það er ekkert verra en tilfinningin að gera það,“ sagði söngvarinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler