Fjallar um Eurovision fyrir norska sjónvarpsstöð

Ágústa Magnúsdóttir, blaðamaður Dagbladet TV í Osló í Noregi, í …
Ágústa Magnúsdóttir, blaðamaður Dagbladet TV í Osló í Noregi, í blaðamannahöllinni í Tórínó á Ítalíu. mbl.is/Sonja Sif

Ágústa Magnúsdóttir, íslenskur blaðamaður sem vinnur á Dagbladet TV í Osló í Noregi, segir það vera algjöran draum að fá að koma á Eurovision söngvakeppnina og að það sé með því skemmtilegasta sem hún hefur fengið að gera í vinnunni.

Ágústa er fædd og uppalin í Þrándheimi en þangað fluttu foreldrar hennar vegna vinnu á tíunda áratugnum. Hún hefur nú unnið á Dagbladet TV í eitt og hálft ár en vinnuna fékk hún í gegnum háskólanám sitt í blaðamennsku. 

„Þetta var mjög óvænt, mér hefur alltaf fundist gaman að vinna með fólki og svo lenti ég bara í fjölmiðlanámi,“ segir Ágústa. Dagbladet TV hefur stækkað mikið á undanförnum misserum.

„Ég fékk fasta stöðu þarna út frá náminu, en ég er enn í skóla, þannig ég hef verið að gera eitthvað rétt. Núna er ég svo að fara taka við vaktstjórn,“ segir Ágústa. 

Ágústa hefur fylgt norsku geimúlfunum eftir hér í Tórínó.
Ágústa hefur fylgt norsku geimúlfunum eftir hér í Tórínó. AFP

Eurovision ekki jafn stórt í Noregi

Ágústa er mikill Eurovisionaðdáandi og hefur frá því að hún man eftir sér farið í stór Eurovisionpartí með fjölskyldunni. 

„Mamma og pabbi eru náttúrulega íslensk og Eurovision er ekki jafn stórt í Noregi en Íslendingarnir í Þrándheimi hafa alltaf komið saman í maí á hverju ári og haldið Eurovisionpartí,“ segir Ágústa. 

Hún er hér úti ásamt tveimur öðrum blaðamönnum af Dagbladet TV sem hafa jafn mikinn áhuga á Eurovision og hún, þrátt fyrir að vera norsk.  

„Þetta er alveg geggjað. Maður er samt alltaf í vinnunni og hugsar bara um Eurovision. En það eru allir svo góðir og ég finn svo mikinn kærleik allstaðar. Ég fer fljótt að gráta, og ég fer eiginlega bara að gráta á hverjum degi hérna úti. Þetta er það besta sem ég hef gert, sérstaklega í vinnusamhengi, en líka fyrir mig,“ segir Ágústa. 

„Ég sker mig svolítið úr fjölskyldunni, þau eru öll læknar og kennarar en ég ákvað að fara í háskólanám í fjölmiðlum. Allt þetta mannlega, fólk og sögurnar, það dregur mig inn,“ segir Ágústa.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant