Systur eins og smurð vél í dómararennslinu

Dómararennslið gekk vel í kvöld.
Dómararennslið gekk vel í kvöld. AFP

Systur virðast vera búnar að fullkomna atriðið sitt í Eurovision söngvakeppninni í ár. Systur renndu áfallalaust fyrir sig í gegnum lagið Með hækkandi sól nú í kvöld og ættu því ekki að geta fengið annað en fullt hús stiga frá dómurum í hinum löndum Evrópu.

Dómararennslið er gríðarlega mikilvægt því stig dómara gilda 50 prósent. 

Síðasta dómararennsli Systra fyrir undankvöldið á þriðjudag gekk ekki nógu vel, en þá varð bilun á hljóðinu og heyrðu þau ekki hvort í öðru á sviðinu. Nú var tæknin ekkert að stríða þeim og því ætti allt að vera klappað og klárt fyrir aðalkeppnina annað kvöld. 

Eurovision söngvakeppnin hefst klukkan 19:00 annað kvöld og verður mbl.is með beina lýsingu beint frá Tórínó á Ítalíu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler