Ellen hvetur fólk til að sýna lit fyrir Systur

Ellen Kristjánsdóttir hvetur fólk til að sendra Systrum skilaboð.
Ellen Kristjánsdóttir hvetur fólk til að sendra Systrum skilaboð. EBU/ANDRES PUTTING

Tónlistarkonan Ellen Kristjánsdóttir, móðir þeirra Sigríðar, Elísabetar, Elínar og Eyþórs Eyþórsbarna sem keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision hvetur alla til að senda skilaboð til íslenska hópsins.

„Væruð þið til í að vera með í að senda skilaboð til Systrana og mister sister(Eyþórs Inga litla bróður) og hópsins þeirra? Skilaboð sem varða allan heiminn - skilaboð um Von,“ skrifar Ellen í færslu á Facebook.

„Myndið hjörtu með höndunum, svo má teikna á handarbakið liti sem þið veljið. Það er hægt að gera þetta einn, tveir, í hópum, kórum, skólum, fyrirtækjum - bara allskonar. Takið mynd/band og setjið á þá samfélagsmiðla sem þið kjósið,“ bætir Ellen við. 

Hún segir líka hina leiðina vera að klæðast einhverju grænu fyrir systkinin eða vera með eitthvað grænt á laugardagskvöld. „Það er lukkuliturinn fyrir hópinn okkar úti og alheimsfrið,“ skrifar Ellen.



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant