Langar að vera á sveppum með Megan Fox

Megan Fox og Machine Gun Kelly.
Megan Fox og Machine Gun Kelly. Samsett mynd

Stjörnuparið Megan Fox og Machine Gun Kelly hafa verið mikið í sviðsljósinu undanfarið. Nýlega kom parið fram í spurningakeppni á vegum GQ tímaritsins sem felur í sér spurningar sem hjónaefnin leggja fram hvert fyrir annað. Fyrir hvert rétt svar eru gefin stig en vandasamt getur verið að hitta á nákvæmlega rétt svar. 

Tónlistarmaðurinn Machine Gun Kelly spurði spúsu sína, leikkonuna Megan Fox, hvað hún haldi að honum finnist skemmtilegast að gera með henni þegar þau eru í fríi saman. Sagði hún þau öllu jafna aldrei fá frí saman en það var þó ekki svarið sem MGK fiskaði eftir.

„Hvað er langt síðan við fengum síðast frí saman?“ spurði Fox. „Þegar við fórum til Bora Bora manstu,“ svaraði MGK. „Já, það var í janúar. Fyrir næstum því heilu ári síðan,“ svaraði hún honum. „Hvað gerðum við í Bora Bora? Hvað löbbuðum við lengi á malarveginum þarna?“ þráspurði MGK og vildi rifja upp ferðina með Fox. „Við löbbuðum heila eilífð af því að við vorum á sveppum,“ uppljóstraði hún.

Spurði Fox heitmann sinn í kjölfarið hvort að að væri málið, að hann langaði til að endurtaka frí með sér þar sem þau væru saman á ofskynjunarlyfjum og því svaraði hann játandi á þess að hugsa sig tvisvar um. 

Hafa þau sagt opinberlega að ástarsamband þeirra sé eins konar sambland af angist og alsælu. Miklar og djúpar tilfinningar einkenni sambandið sem stundum geti verið fremur stormasamt en lostafullt í leiðinni.

Spurningakeppnina má í heild sinni sjá hér að neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler