Þurfi að slíta sig frá móður sinni

Lourdes Leon er dóttir Madonnu.
Lourdes Leon er dóttir Madonnu. AFP

Lourdes Leon, dóttir tónlistarkonunnar Madonnu og Carlos Leon, þurfti að slíta sig frá móður sinni eftir að framhaldsskólagöngunni lauk. Hún segir móður sína hafa verið mjög stjórnsama og reynt að stjórna lífi hennar. 

„Ég held að mamma hafi séð öll hin börnin sem áttu fræga foreldra og ákveðið að börnin hennar skyldu ekki verða þannig. Mér líður líka eins og þegar foreldrar þínir borga fyrir allt, þá hafa þau ákveðið vald yfir þér. Mamma er svo stjórnsöm, og hún er búin að stjónra mér allt mitt líf. Ég þurfti að vera algjörlega sjálfstæð frá henni um leið og ég útskrifaðist úr framhaldsskóla,“ sagði Leon í viðtali við Interview Magazine

Leon er elsta barn foreldra sinna. Hún greindi frá því fyrr á þessu ári að hún hefði sjálf greitt fyrir háskólanám sitt og að hún byggi ein í Brooklyn, fjarri glamúrsins í Hollywood. 

Eftir því sem Leon hefur þroskast og elst hefur hún betur kunnað að meta móður sína og vinnusemi hennar. „Séstaklega hvernig hún valdefldi aðrar konur, langt á undan sínum samtíma,“ sagði Leon og bætti við að hún hefði ekki almennilega skilið það fyrr en hún skildi mikilvægi þess að valdefla konur og hvað það að vera kona þýddi. 

Mægðurnar Lourdes Leon og Madonna.
Mægðurnar Lourdes Leon og Madonna. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler