Drottningin pirruð á innantómum orðum þjóðarleiðtoga

Elísabet II Bretlandsdrottning í Cardiff í gær.
Elísabet II Bretlandsdrottning í Cardiff í gær. AFP

Elísabet II Bretlandsdrottning sagði í spjalli við Elin Jones þingforseta í Wales að það væri pirrandi að þjóðarleiðtoga heimsins tala um að bregðast við loftslagsbreytingum en gera svo ekki neitt. Samtalið náðist á upptöku á beinu streymi af setningu þingsins í Cardiff í gær. The Guardian greinir frá.

Drottningin spjallaði þar við tengdadóttur sína, Kamillu hertogaynju af Cornwall og Jones. „Merkilegt er það ekki. Ég er búin að heyra allt um Cop, en að sama skapi veit ég ekkert hverjir eru að koma. Ekki hugmynd,“ sagði drottningin í upphafi samtals og vísaði þar til loftslagsráðstefnunnar Cop26 sem hefst í Glasgow 31. október næstkomandi. 

Sjálf mun Elísabet verða viðstödd ráðstefnunna auk fleiri meðlima bresku konungsfjölskyldunnar. 

„Við vitum bara hverjir koma ekki. Það er mjög pirrandi þegar fólk talar, en gerir ekkert,“ sagði drottningin. „Nákvæmlega. Nú er tími til að láta verkin tala. Að fylgjast með sonarsyni þínum [Vilhjálmi Bretaprins] í sjónvarpinu í morgun að segja að það sé enginn tilgangur með geimferðum, við þurfum að bjarga jörðinni,“ sagði Jones. „Já ég las um það,“ svaraði Elísabet.

Þar vísaði Jones í orð Vilhjálms Bretaprins sem gagnrýndi geimferðir auðkýfinganna Elon Musk og Jeff Bezos sem hafa undanfarna mánuði beitt sér fyrir ferðamannaferðum út í geiminn, í stað þess að beita sér fyrir umhverfismálum. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant