Squid Game vinsælustu þættirnir frá upphafi

Squid Game hefur slegið öll met á Netflix.
Squid Game hefur slegið öll met á Netflix. YOUNGKYU PARK

Þættirnir Squid Game eru þeir vinsælustu sem streymisveitan Netflix hefur nokkurn tímann framleitt. Rúmlega 111 milljónir horfðu á þættina fyrstu 28 dagana eftir að þeir komu inn á streymisveituna og slógu þar með met þáttanna Bridgerton. 

Mæling Netflix á áhorfi nær til þeirra sem hafa horft á í það minnsta tvær mínútur af þætti. 

Varaforseti yfir efnisframleiðslu í Kóreu, Suðaustur-Asíu, Ástralíu og Nýja-Sjálandi, Minyoung Kim, sagði að árangurinn væri meiri en þau hefðu nokkurn tímann þorað að vona. 

„Þegar við fórum fyrst að fjárfesta í kóreskum seríum og kvikmyndum árið 2015 langaði okkur til að gera heimsklassasögur fyrir aðdáendur kóresks afþreyingarefnis í Asíu og heiminum. Í dag rættust allir okkar draumar með Squid Game.“

Squid Game er níu þátta sería sem kom á Netflix í september. Þættirnir fjalla um hóp af fólki í fjárkröggum sem er látinn taka þátt í nokkrum barnaleikjum. Verðlaunin eru margir milljarðar, sem hljómar ekki illa fyrr en þátttakendur átta sig á því að ef þú tapar, þá deyrðu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant