Háar tíðnir, lágar tíðnir og allt þar á milli

Norski dansarinn Mat­hilde Cayers dansar við tónlist Bjarka í Kaldalóni …
Norski dansarinn Mat­hilde Cayers dansar við tónlist Bjarka í Kaldalóni á föstudag. Verki víd­eólista­mann­sins Arttu Niem­in­en var varpað á vegginn fyrir aftan. Ljósmynd/Pola Maria

Loks­ins er líf farið að fær­ast í tón­leika­hald að nýju. Fyr­ir fá­ein­um árum var tölu­vert úr­val af áhuga­verðum tón­list­ar­hátíðum í boði fyr­ir tón­list­ar­unn­end­ur en staðan hef­ur breyst tölu­vert og af ýms­um ástæðum hef­ur fram­boðið dreg­ist veru­lega sam­an. Extreme Chill-hátíðin á sér tölu­verða sögu þar sem til­rauna­kennd raf­tónlist hef­ur verið helsta áhersl­an. Hátíðin var hald­in í ell­efta sinn um síðustu helgi og dag­skrá­in var metnaðarfull þar sem vel þekkt­ir er­lend­ir lista­menn í þess­um jaðar­geira komu fram ásamt heima­fólki.

Roger Eno var í Kaldalóni í Hörpu á föstu­dags­kvöld­inu og lék á flygil á meðan ljós­mynd­um hans af heima­slóðum var varpað á vegg­inn fyr­ir aft­an hann. Það lá vel á karl­in­um og það var býsna hress­andi að sjá mann á sjö­tugs­aldri setj­ast við virðuleg­an flygil með tvo bjóra við hönd­ina. Hann sökkti sér þó svo djúpt í að skapa hljóðmynd­ir að flösk­urn­ar tvær voru ennþá full­ar klukku­stund síðar.

Tónlist Rogers – höld­um okk­ur bara við fyrra nafnið til að rugla hon­um ekki sam­an við bróður hans Bri­an sem svo vill til að er einn allra áhrifa­mesti tón­list­armaður síðustu 50 ára – er lág­stemmd og fram­vind­an er yf­ir­leitt hæg. Mögu­lega gæti ein­hver fundið ástæður til að tala illa um hana sem er al­gjör óþarfi enda er varla neitt nema gott að segja um fólk sem nýt­ir tím­ann sinn í að föndra við ljós­mynd­ir og tónlist.

Af­bragðsseiður

Borg­ar Magna­son fylgdi í kjöl­farið og óf sam­an af­bragðsseið með kontrabassa og tölvu. Frá­bær tónlist þar á ferð. Síðasta atriði föstu­dags­kvölds­ins var svo sam­starfs­verk­efni hjá norðlenska teknó-séní­inu Bjarka, dans­ar­an­um Mat­hilde Cayers og víd­eólista­mann­in­um Arttu Niem­in­en sem bæði eru norsk. Verk­efnið hlaut styrk frá Menn­ing­ar­ráði Norðmanna en var leitt sam­an að frum­kvæði for­svars­fólks Extreme Chill-hátíðar­inn­ar og norsku hátíðar­inn­ar In­somnia.

Ekki er hægt að segja annað en að bræðing­ur­inn hafi heppn­ast vel. Ágeng, hvik­ul og marglaga raf­tónlist Bjarka smellpassaði við kulda­leg­an og súr­realísk­an mynd­heim Niem­in­ens og það gaf henni líka aðra vídd að vera túlkuð af mjög fær­um dans­ara. Frá­bær viðburður sem aug­ljóst var að fólk í saln­um kunni vel að meta. Sjón­ræni þátt­ur­inn á tón­leik­um raf­tón­listar­fólks er ávallt mik­il­væg­ur og var ekki síst það sem stend­ur upp úr eft­ir helg­ina.

Fleiri lit­brigði lífs­ins

Þegar komið var fram á laug­ar­dag og sunnu­dag færðist fjörið yfir á Húrra. Á laug­ar­dag­inn sá ég meðal ann­ars áhuga­verða tón­leika búlgarska gít­ar­drón-meist­ar­ans E.U.E.R.P.I. Mesta eft­ir­vænt­ing­in var þó tví­mæla­laust fyr­ir því að sjá breska raf­dú­ett­inn Plaid sem hef­ur verið að í rúma þrjá ára­tugi og gefið út af­bragðstónlist hjá W.A.R.P.-út­gáf­unni.

Plötu­snúður­inn Mixma­ster Morr­is og Skur­ken höfðu hitað sal­inn ágæt­lega upp þegar Plaid hóf leik á sunnu­dags­kvöld­inu. Aggress­íf og takt­föst tón­list­in ásamt sjón­rænu veisl­unni á bak við þá fé­laga hafði leitt sal­inn áfram í nokkra stund þegar það rann al­menni­lega upp fyr­ir mér hversu mik­ill söknuður­inn hef­ur verið eft­ir viðburðum af þessu tagi. Þar sem lágu tíðnirn­ar gera al­vöru at­lögu að inn­yfl­un­um og háu tíðnirn­ar skera mögu­lega ör­lítið af heyrn­inni. Ekki síst til að fylgj­ast með og vera hluti af mann­líf­inu sem er óvíða jafn lit­ríkt og á raf­tón­list­ar­hátíðum. Sjá gamla karla gleyma sér í dansi, eyrna­lokka með app-stýrðum ljós­um, bleikt hár, blátt hár, drea­dlokka og barþjóna sem líta út fyr­ir að vera að koma af harka­legu fylle­ríi með Madonnu. Þessu sem gef­ur líf­inu fleiri lit­brigði. Extreme Chill-hátíðin hef­ur þrosk­ast vel og mun vafa­laust verða enn fyr­ir­ferðarmeiri í ís­lensku tón­list­ar­lífi á kom­andi árum.

Plaid-liðar komu fram á Húrra. Myndræna hlið tónleikana var mjög …
Plaid-liðar komu fram á Húrra. Myndræna hlið tónleikana var mjög vel heppnuð. Ljósmynd/Pola Maria
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant