Nýi Súperman er tvíkynhneigður

Súperman verður tvíkynhneigður í næsta tölublaði.
Súperman verður tvíkynhneigður í næsta tölublaði.

DC Comics hefur tilkynnt að hinn nýi Súperman, Jon Kent, verði tvíkynhneigður. Í nýjasta tölublaði teiknimyndanna um ofurhetjuna, sem kemur út í nóvember, verður hann í samkynjasambandi með vini sínum Jay Nakamura. 

Sagan er hluti af sagnaröðinni Súperman: Sonur Kal-El sem fjallar um Jon tekur við hlutverki Súpermans af föður sínum Clark Kent. 

DC Comics greindi frá þessu á degi sem er tileinkaður vitundarvakningu á málefnum hinsegin fólks í Bandaríkjunum. 

Síðan sagnaröðin hóf göngu sína í júlí hefur Jon barist við skógarelda sem kviknuðu vegna loftslagsbreytinga, komið í veg fyrir skotárás í framhalsskóla og mótmælt brottvísun flóttamanna. 

Höfundur sagnaraðarinnar er Tom Taylor. Í viðtali við BBC sagði hann að fyrst þegar hann fékk stöðuna hafi hann íhugað vel og lengi hvernig nútíma Súperman ætti að líta út. 

„Ég áttaði mig á því að það væri virkilega misnotað tækifæri ef við myndum skipta Clark Kent út fyrir aðra hvíta karlkyns hetju,“ sagði Taylor. Það kom honum svo skemmtilega á óvart að þegar hann stakk upp á að hann væri tvíkynhneigður að DC Comics líkaði við hugmyndina og hafði áður velt því fyrir sér. 

„Raunverulegar breytingar hafa átt sér stað undan farin ár, tíu árum áður, fimm árum áður, þá hefði þetta verið mun erfiðara, en ég held að áherslan hafi færst til á jákvæðan hátt.“

BBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant