Craig gaf syrgjandi feðrum tæpar tvær milljónir

Breski leikarinn Daniel Craig.
Breski leikarinn Daniel Craig. AFP

Leikarinn Daniel Craig, sem helst er þekktur fyrir frammistöðu sína sem James nokkur Bond, gaf söfnun þriggja feðra 10.000 pund, eða það sem nemur tæpum 1,8 milljónum íslenskra króna. Feðurnir eru nú í göngu, um 500 kílómetra langri, sem þeir lögðu af stað í í minningu dætra sinna sem allar féllu fyrir eigin hendi. 

Sky News greinir frá.

Craig var með athæfinu ekki í „leit að þökkum“. Hann langaði einfaldlega að gera eitthvað sem skipti máli, samkvæmt góðgerðasamtökunum Papyrus. 

Ólýsanlegur sársauki

Andy Airey, Mike Palmer og Tim Owen eru feðurnir sem um ræðir og segja þeir að styrkurinn frá Craig hafi verið óvænt ánægja. Söfnun þeirra hefur það að markmiði að hjálpa til við að koma í veg fyrir að aðrar fjölskyldur þurfi að ganga í gegnum þann harmleik sem fylgir því að missa barn. 

„Sem feður höfum við þrjár ólíkar sögur á bakinu en þær enda allar á sama hræðilega hátt, missinum sem fylgir því að dóttir manns fremji sjálfsvíg,“ sagði Airey. Sophie dóttir hans féll fyrir eigin hendi árið 2018. 

„Daniel Craig hefur greinilega fundið fyrir þessum ólýsanlega sársauka sem við og fjölskyldur okkar þjáumst af og vill hjálpa okkur að vinna úr þessu og hjálpa öðrum.“

Feðurnir eru á göngu og vonast til þess að klára hana 23. október næstkomandi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant