Opnar sig um einhverfugreininguna

Wentworth Miller.
Wentworth Miller.

Prison Break-stjarnan Wentworth Miller greindi frá því á samfélagsmiðlum að hann hefði greinst með einhverfu á síðasta ári. Hann sagði greininguna ekki hafa komið á óvart þó hún hafi verið ákveðið áfall.

„Í haust er eitt á síðan ég fékk óformlega einhverfugreiningu. Eftir að hafa greint mig sjálfan. Og svo fékk ég loks formlega greiningu. Þetta var langt, gallað ferli sem þarf að bæta. Að mínu mati. Ég er miðaldra karl. Ekki 5 ára barn,“ skrifaði Miller í færslu sinni. 

Hinn 49 ára gamli leikari sagðist vera að endurskoða alla sína ævi með nýjum gleraugum. Hann sagðist ekki vilja breyta greiningunni og að hann hefði áttað sig á því að einhverfan endurspeglaði hver hann væri og væri hluti af öllu sem hann hefði afrekað. 

Hann sagðist vilja styðja við samfélag einhverfra á jákvæðan hátt en ekki vilja skyggja á raddir annarra sem vilja tjá sig og segja frá reynslu sinni. Hann þakkaði líka öllum þeim sem hafa gefið honum rými í gegnum árin til að vera hann sjálfur. 

Miller hefur áður opnað sig um andlega heilsu sína og greint frá þunglyndi. Í æsku var hann lagður í einelti og upplifði mikla vanlíðan. Þá reyndi hann að svipta sig lífi nokkrum sinnum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í aðstöðu, þar sem gömlu góðu ráðin duga hvergi. Viðkvæmt leyndarmál er þér falið svo gættu þess að bregðast ekki því trausti.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant