Ísland alltumlykjandi í bandarískri skyr auglýsingu

Sigurjón Kjartansson fer með leiksigur í skyrauglýsingunni.
Sigurjón Kjartansson fer með leiksigur í skyrauglýsingunni. Skjáskot/YouTube

Nýjasta auglýsing bandaríska skyrframleiðandans Icelandic Provisions hefur vakið athygli. Auglýsingin er stútfull af öllu því helsta sem Ísland hefur upp á að bjóða; kíki til að koma auga á álfa, hraunheldum stígvélum, tröllafælu, kindum og lopapeysu.  

Grínistinn og framleiðandinn Sigurjón Kjartansson fer með aðalhlutverk í auglýsingunni. Fjallað er um auglýsinguna í Ad Week, bandarísku tímariti sem fjallar um auglýsingabransann. 

Auglýsingin er hluti af nýrri herferð fyrirtækisins sem markaðssetur sig upp á nýjan leik og mun áherslan vera lögð á Ísland, íslenska menningu og að fræða bandaríska neytendur um Ísland og skyr. 

Icelandic Provisons er stofnað af tveimur Bandaríkjamönnum, Jon Flint og Terry McGuire, sem urðu heillaðir af skyri þegar þeir dvöldu á Íslandi fyrir rúmum tveimur áratugum. Mjólkursamsalan á hluta í fyrirtækinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant