„Eitthvað í mér vildi að ég yrði betri“

Guðni Gunnarsson hjá Rope Yoga fékk snemma áhuga á andlegum málefnum. Hann var mikill biblíusögustrákur og sunnudagaskólinn var dýrmætur hluti af tilvist hans. Guðni var gestur Berglindar Guðmundsdóttur í Dagmálum.

Guðni segist hafa uppgötvað ungur að hann bæri sjálfur ábyrgð á sinni tilvist, þótt hann hafi ekki kunnað að fara með það á þeim tíma. Þegar Guðni var ungur lá leið hans í viðskipti og hafði hann það að markmiði að stíga upp úr minnimáttarkenndinni sem hann hafði alltaf fundið fyrir. Foreldrar hans voru í neyslu og segir hann að innra með sér hafi hann langað til að verða betri. Ekkert sem hann gerði í kjölfarið gekk upp og gat hann ekki notið ávaxtanna af ótta.

Eftir það hóf hann aðra vegferð og fór að átta sig á því að maður uppsker eins og maður sáir. Hann áttaði sig sömuleiðis á því að ef maður finnur ekki fyrir heimild og getu til að þiggja, þá gerir maður allt til þess að deyfa það og skekkja. Seinna leiddist hann meira út í jóga og hollt mataræði og hefur menntað sig á því sviði síðan þá.

Í dag er Guðni einn af frumkvöðlum Íslands á sviði líkams- og heilsuræktar. Hann hefur starfað við fagið í tæpa fjóra áratugi og er meðal annars einn af fyrstu einkaþjálfurum á landinu og fyrsti lífsráðgjafinn á Íslandi.

Viðtalið má horfa á í fullri lengd með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler