Mikilvægt að nýta samanburð á jákvæðan hátt

Í samtíma samfélagi er samanburður aðgengilegri en nokkru sinni fyrr en listakonan Júlíanna Ósk Hafberg segir mikilvægt að nýta hann á réttan hátt. „Eitthvað sem ég áttaði mig á fyrir einhverju síðan er að það hagnast mér ekkert að bera mig saman við fólk sem að er ekki að gera það sem mig langar að gera, er ekki að stefna þangað sem mig langar að stefna eða er ekki með sömu gildi og ég,“ segir Júlíanna. Hún segir að þessi uppgötvun hafi gert virkilega góða hluti fyrir sjálfa sig.

„Þegar ég fattaði það þá var svo miklu uppbyggilegra fyrir mig þegar ég fór í samanburð því að þá leyfði ég mér bara að fara í samanburð við einhvern sem var að gera eitthvað sem að mér fannst flott eða sem mig langaði að gera. Þá gat ég borið mig saman á uppbyggilegan hátt, hugsað hvernig eru þau að fara að þessu, hvernig getur þetta hjálpað mér áfram eða gefið mér einhverjar hugmyndir, í staðinn fyrir að vera að bera sig saman við einhvern sem er alls ekki á sama stað og þú - því það bara gefur þér ekkert tilbaka.“

Júlíanna segir gott að minna sig reglulega á þetta og reyna að lifa eftir þessari hugmyndafræði. „Við lifum á tímum þar sem samanburður er svo rosalega auðveldur og aðgengilegur og bara mikið um hann - þannig að bara notfæra sér það á jákvæðan hátt.“ Hún segir að sé alveg nóg að hugsa um í þessari tilveru. Við erum bara öll að reyna að finna út úr hlutunum og við þurfum ekkert að vera að keppast á. Það væri bara gaman ef við myndum öll hugsa aðeins meira þannig,“ segir Júlíanna að lokum.

Viðtalið við Júlíönnu Ósk Hafberg má sjá í heild sinni með því að smella hér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler