Breyttist úr þolanda í geranda

Guðmundur Jörundsson fatahönnuður.
Guðmundur Jörundsson fatahönnuður. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Guðmundur Jörundsson fatahönnuður var beittur kynferðislegu ofbeldi þegar hann var barn. Hann greinir frá þessu á Twitter í ljósi umræðna síðustu daga. Guðmundur segist hafa verið lengi að átta sig á hegðunarmynstri sínu og hvaðan það kæmi. Hann vonar að saga hans geti hjálpað öðrum strákum að axla ábyrgð. 

„11 ára gamall var ég beittur kynferðisofbeldi, það ásamt öðrum áföllum þróaði mig smám saman úr þolanda yfir í geranda ofbeldis. Ég hélt lengi að afbrýðisemin og brjálæðisköstin mín væru ekki andlegt ofbeldi en leitaði mér loks hjálpar fyrir nokkrum árum og er frjáls í dag,“ skrifaði Guðmundur á Twitter. 

„Ég hef tjáð mig um þetta áður en langar í ljósi umræðna að vekja athygli á því aftur og vona að það geti hjálpað fleiri strákum að axla ábyrgð og leita sér aðstoðar. Þegar ég áttaði mig loks á hegðunarmynstrinu og skildi hvaðan það kom hvarf þetta ótrúlega fljótt.“



mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler