600 leirfuglar á torgi

Tveir leirfuglanna sem börn í Garðabæ mótuðu.
Tveir leirfuglanna sem börn í Garðabæ mótuðu.

Barnamenningarhátíð í Garðabæ hófst í gær og er nú haldin í fyrsta sinn. Ólöf Breiðfjörð, sem tók við nýrri stöðu menningarfulltrúa bæjarins í fyrra, hefur veg og vanda af hátíðinni en starf menningarfulltrúa felst m.a. í því að skipuleggja menningarviðburði fyrir börn í bænum. Vegna Covid-19 verður hátíðin aðeins haldin fyrir skólabörn en ekki fjölskyldur vegna sóttvarna. Ólöf segir að sem betur fer sé hægt að bjóða skólahópum á hátíðina þrátt fyrir ástandið.

Ólöf Breiðfjörð menningarfulltrúi fyrir miðju með Þóru Sigurbjörnsdóttur safnafræðingi (t.h.) …
Ólöf Breiðfjörð menningarfulltrúi fyrir miðju með Þóru Sigurbjörnsdóttur safnafræðingi (t.h.) og Ásgerði Heimisdóttur listakonu sem tóku á móti nemendum í leiðsögn og leirsmiðju á Hönnunarsafninu í vetur.

Frá því í febrúar og til loka apríl hafa nemendur í 5.-7. bekk grunnskóla Garðabæjar komið í fræðslu um sýninguna Deiglumór á Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ en í lok leiðsagnar og spjalls um hana hafa nemendur, yfir 600 í heildina, fengið að skapa í nýju rými sem nefnist Smiðjan og afraksturinn yfir 600 leirfugla sem eru nú til sýnis á Garðatorgi. „Við höfum náð að taka inn alla þessa nemendur í smiðjur þannig að þeir hafa verið að fræðast um sögu leirlistar á Íslandi og það sem var ekki síður mikilvægt var að við fengum í haust stórt smiðjurými sem gerir okkur kleift að taka á móti svona stórum hópum í skapandi smiðjur. Þarna voru þau að skapa þessa fugla með leirlistarfólki,“ segir Ólöf. Einkar gleðilegt sé nú að sjá fuglana samankomna á yfirbyggðu torgi á Garðatorgi.

Stærðfræðiþrautaborð

Í vikunni verður tekið á móti hópum í Hönnunarsafninu og þar eiga börnin að finna bæði dýramyndir á gripum sýningarinnar og líka að finna sér dýr til að teikna. Jóhanna Ásgeirsdóttir myndlistarmaður hlaut styrk frá Barnamenningarsjóði í fyrra til að hanna stærðfræðiþrautaborð í anda Einars Þorsteins, arkitekts og stærðfræðings, í Hönnunarsafninu og fá táningar að kynnast hugmyndaheimi Einars með því að spreyta sig á því. „Þetta er gífurlega fallegt og vel heppnað borð,“ segir Ólöf. Þá mun rithöfundurinn Gunnar Helgason hitta 7. bekkinga og fræða þá um listina að skrifa sögur, 5. bekkingar fara í arabískt danspartí á föstudaginn og 1. bekkingar skapa verk úr ull og greinum. Í Bókasafni Garðabæjar hafa leikskólabörn unnið með ljóðskáldi í ljóðaspuna í vetur og afrakstur þess er til sýnis í safninu með myndskreytingum barnanna við ljóðin. Ólöf segir gaman að gefa börnunum tækifæri til að skapa sjálf í Hönnunarsafninu og á bókasafninu. „Við höfum fulla trú á því að það sitji miklu meira eftir eftir svoleiðis heimsókn,“ segir hún. 

Frá opnun hátíðarinnar með bæjarstjóra Garðabæjar, Gunnari Einarssyni og börnum …
Frá opnun hátíðarinnar með bæjarstjóra Garðabæjar, Gunnari Einarssyni og börnum úr 6. bekk Álftanesskóla.



Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant