Ákærður fyrir vörslu á barnaníðsefni

Josh Duggar var handtekinn í síðustu viku.
Josh Duggar var handtekinn í síðustu viku. Ljósmynd/Washington County Sheriff’s Office

Raunveruleikastjarnan fyrrverandi Josh Duggar var handtekinn í Arkansas í Bandaríkjunum fyrir vörslu á barnaníðsefni í síðustu viku. Duggar neitar sök í málinu. 

Greint var frá því í síðustu viku að hann hefði verið handtekinn en ekki var ljóst af hverju. Þegar málið var lögfest á Zoom í vikunni komu kæruefni lögreglu í ljós; að hafa fengið barnaníðsefni sent og vörslu á því í kjölfarið. 

Duggar er hvað þekktastur fyrir að hafa verið í raunveruleikaþáttunum 19 Kids and Counting, en hann er einn 19 systkina. 

Í ákæru lögreglu kemur fram að Duggar sé grunaður um að hafa notað netið til að hala niður barnaníðsefni í maí 2019. Ef hann verður sakfelldur gæti hann átt 20 ára fangelsisvist yfir höfði sér.

Duggar er giftur Önnu Duggar en þau tilkynntu að þau ættu von á sínu sjöunda barni saman snemma í síðustu viku.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þessi dagur er betri en flestir þar sem þú hefur gleymt gömlum byrðum. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbindur þig til einhvers.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant