Jóhannes Haukur í nýrri víkingaþáttaröð

Leikarinn Jóhannes Haukur mun fara með hlutverk Ólafs Haraldssonar í …
Leikarinn Jóhannes Haukur mun fara með hlutverk Ólafs Haraldssonar í þáttunum Vikings: Valhalla. mbl.is/Hari

Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson mun fara með eitt af aðalhlutverkunum í nýrri víkingaþáttaröð sem er í bígerð hjá streymisveitunni Netflix. Þættirnir heita Vikings: Valhalla og eru eftir, Michael Hirst, höfund þáttanna Vikings. 

Sam Corlett, Frida Gustavsson, Leo Suter, Bradley Freegard, Laura Berlin, David Oakes og Caralone Henderson eru á meðal mótleikara í þáttunum. Ekki er búið að gefa upp frumsýningardag en ráðgert er að þættirnir fari í loftið síðla árs 2021 eða snemma árs 2022. 

Þættirnir gerast snemma á 11. öld og fjalla um Leif Eiríksson, Freydísi Eiríksdóttur, Harald harðráða og Vilhjálm 1. Englandskonung eða Vilhjálm sigursæla. 

Corlett mun fara með hlutverk Leifs Eiríkssonar og Gustavsson með hlutverk Freydísar. Jóhannes Haukur mun hins vegar fara með hlutverk Ólafs Haraldssonar, hálfbróður Haralds harðráða. Ólafur var einnig kallaður Ólafur digri og síðar Ólafur helgi. Hann var konungur Noregs 1015-1028.

Deadline

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson