Elur upp áhrifavalda í lúxusíbúð

Í íbúð í Mílanó á Ítalíu búa átta áhrifavaldar á TikTok saman og eyða dögum sínum í að skapa efni fyrir samfélagsmiðilinn. Íbúðin er hluti af verkefninu Defhouse sem viðskiptamaðurinn Luca Casadei stofnaði á síðasta ári í þeim tilgangi að ala upp nýja kynslóð áhrifavalda á samfélagsmiðlum. 

Áhrifavaldarnir átta eru á aldrinum 16 til 20 ára og samanlagt eru þeir með 16 milljónir fylgjenda á TikTok. Íbúðin er einstaklega smekklega innréttuð með litríkum bakgrunnum sem henta vel fyrir efnisframleiðslu. 

Defhouse er fjármagnað af TikTok en Casadei var ekki sannfærður þegar hann tók verkefnið að sér. 

„Ég var ekki sannfærður í byrjun. Mér fannst þú varla þurfa mikla hæfileika til að hreyfa varirnar við lög án þess að syngja,“ segir Casadei við AFP. Hann hafi því ákveðið að taka verkefnið skrefi lengra og búa til skapandi umhverfi fyrir áhrifavalda og fræða þá í leiðinni. 

„Unga TikTok-kynslóðin veit ekkert um stjórnmál, það reynir ekki einu sinni að fræða sig, þau eru með athyglisspönn á við gullfisk.“ Allir áhrifavaldarnir búa saman og fá þjálfun og menntun sem þau geta nýtt til að búa til myndbönd.

Stórfyrirtæki hafa fjárfest í áhrifavöldunum og eru þeir með samninga við fyrirtæki á borð við Herno, Vodafone og Pioneer. 

Casadei segir að hann hafi ekki búst við því að þetta verkefni myndi standa undir sér til að byrja með og gerði ráð fyrir að hann myndi skila hagnaði í fyrsta lagi eftir 3 ár. Leigan á húsinu er til dæmis 500 evrur á dag. Hins vegar fór verkefnið að standa undir sér eftir þrjá mánuði og gerir Casadei ráð fyrir að ekki sé langt í hagnað. 

Vinsældir TikTok hafa aukist mikið í heimsfaraldrinum og margar TikTok stjörnur orðið til. Forritið, sem er í eigu kínverska fyrirtækisins ByteDance, hefur þó einnig verið gagnrýnt. Á Ítalíu lést nýlega 10 ára gömul stelpa sem tók þátt í áskorun á forritinu. 

13 ára aldurstakmark er á forritinu og þeir sem ekki geta sannað raunverulegan aldur sinn eiga ekki að geta notað forritið. 

Íbúðin er smekklega innréttuð fyrir áhrifavaldana.
Íbúðin er smekklega innréttuð fyrir áhrifavaldana. AFP
Defhouse er fjármagnað af TikTok.
Defhouse er fjármagnað af TikTok. AFP
Áhrifavaldarnir búa saman og skapa efni á daginn.
Áhrifavaldarnir búa saman og skapa efni á daginn. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson