Safna pening fyrir íbúa Seyðisfjarðar

Seyðfirðingar eiga um sárt að binda eftir aurskriðurnar sem féllu …
Seyðfirðingar eiga um sárt að binda eftir aurskriðurnar sem féllu á bæinn skömmu fyrir nýliðin jól. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rafræn listahátíð til styrktar íbúum á Seyðisfirði verður aðgengileg og öllum opin frá og með deginum í dag og út vikuna. Hópurinn Saman fyrir Seyðisfjörð (SFS), Rauði krossinn og fjöldi listamanna standa að átakinu og gefa vinnu sína, en styrkja má framtakið með því að senda sms-skilaboðin „HJALP“ í númerið 1900 til að gefa 2.900 krónur eða með því að fara á slóð Rauða krossins til að millifæra upphæð að eigin vali.

Hægt er að fylgjast með hátíðinni á Saman fyrir Seyðisfjörð.

Englendingurinn Lama-Sea Dear hrinti átakinu af stað frá Danmörku. Hún hefur tengst Seyðisfirði, menningarlífi þar og íslensku listafólki eftir að hafa búið þar og unnið á Íslandi meira og minna undanfarin fimm ár. Sér hafi runnið blóðið til skyldunnar að leggja sitt af mörkum eftir aurskriðurnar og tjónið sem þær ollu á Seyðisfirði fyrir jól. „Allir sem ég hafði samband við vildu taka þátt í að aðstoða íbúana og allir gefa vinnu sína,“ leggur hún áherslu á.

Á meðal þeirra sem koma fram eru Ásgeir, Bríet, sillus, Hermigervill, Bjartar Sveiflur, Sykur, Hjaltalín, Halldór Eldjárn, Hatari, Vök, JFDR, Cyber, Benni Hemm Hemm, Prins Póló, Ívar Pétur, Abby Portner, Sunna Margrét, Sexy Lazer, Samantha Shay, Andrew Thomas Huang, Hrafn Bogdan, Sodill, Crystal Lubrikunt, Forest Law, Augnablik, Rex Pistols, Pamela Angela, MSEA, Una Björg Magnúsdóttir, Nana Anine, Boris Vitazek og Supersport.

Seyðfirðingar listfengir

Þóra Flygenring Sigurðardóttir, upplýsingafulltrúi SFS, hefur mikla reynslu af vinnu við listahátíðir á Seyðisfirði eins og til dæmis LungA eða Listahátíð ungs fólks. Hún bendir á að Seyðfirðingar séu mjög listfengir og bæjarlistamenn taki þátt í hátíðinni auk þess sem alþjóðlegt samfélag í tengslum við LungA-listalýðskólann hafi þróast í bænum og hátíðin njóti góðs af því. „Í næstu viku getur fólk notið tónlistar, myndlistar eða annarrar listar, hvenær sem er á hverjum degi í viku,“ segir hún og áréttar að listafólkið taki sjálft upp eigið efni.

Upplýsingar um dagskrána verða birtar á instagramsíðu framtaksins. Klukkan 12 á hverjum degi verður bætt við myndböndum frá listafólkinu á netsíðuna og verða þau aðgengileg þar til mánaðamóta. Auk þess verður greint frá stöðu mála á Seyðisfirði og veitt innsýn í líf bæjarbúa.

Lama-Sea Dear leggur áherslu á að listahátíðin sé í anda Seyðfirðinga og hörmungarnar snerti alla landsmenn. Erlendir listamenn hafi líka brugðist vel við. „Þegar áföll verða leggjast allir á eitt til að lina þjáningarnar, því þær hverfa ekki yfir nótt heldur tekur mörg ár að græða sárin.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson