Leiknir þættir um Vigdísi Finnbogadóttur í bígerð

Leiknir þættir um fyrstu 50 ár Vigdísar Finnbogadóttur eru í …
Leiknir þættir um fyrstu 50 ár Vigdísar Finnbogadóttur eru í bígerð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Leikstjórinn Baldvin Z vinnur nú að því að gera leikna þætti um fyrrverandi forsetann Vigdísi Finnbogadóttur. Í frétt á Variety er sagt að leikkonan Nína Dögg Filippusdóttir muni fara með hlutverk Vigdísar í þáttunum. 

Ágústa Ólafsdóttir og Rakel Garðarsdóttir hjá Vesturporti framleiða þættina í samstarfi við Hörð Rúnarsson hjá Glassriver og Arnbjörgu Hafliðadóttur. Fjölmiðlakonan og handritshöfundurinn Björg Magnúsdóttir, Ágústa og Jana María Guðmundsdóttir munu skrifa handritið að þáttunum. 

Um er að ræða miniseríu í fjórum hlutum þar sem fylgst verður með Vigdísi frá æskuárum hennar og þar til hún var kjörin forseti árið 1980.

„Þetta er saga sem er mikilvægt að segja, sérstaklega núna, og það er mér mikill heiður að fá að gera það,“ segir Baldvin í viðtali við Variety. 

Það er þó ekki búið að fjármagna framleiðslu þáttanna að fullu en Rúv verður aðalkaupandi þáttanna á Íslandi og verða þættirnir þeirra framlag til N12-samstarfs Norrænna sjónvarpsstöðva.

Ráðgert er að þættirnir fari í framleiðslu á síðari hluta 2021 eða fyrri hluta 2022.

Baldvin Z leikstýrir þáttunum.
Baldvin Z leikstýrir þáttunum. mbl.is/Arnþór
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Nú gengur það ekki lengur að þú skjótir á frest að laga það sem aflaga hefur farið heima fyrir. Notaðu tækifærið og hrintu einhverju sem þú hefur á prjónunum fyrir sjálfan þig í framkvæmd.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson