Krownest gefa út sína fyrstu plötu

Krownest gefa út sína fyrstu plötu um helgina.
Krownest gefa út sína fyrstu plötu um helgina. Ljósmynd/Aðsend

Hljómsveitin Krownest gefur út sína fyrstu plötu á laugardaginn. Um er að ræða fjögurra laga EP plötu sem kemur í 50 eintökum af vínyl. Ari Elías Arnalds er gítarleikari hljómsveitarinnar sem var stofnuð fyrir um ári síðan. 

Með Ara í hljómsveitinni eru Matthías Stefánsson, Árni Jökull Guðbjartsson og Óttarr Proppé, þó ekki fyrrverandi ráðherra.

Það má með sanni segja að Ari komi úr mikilli tónlistarfjölskyldu en Eyþór Arnalds, faðir hans var á sínum tíma í Todmobile, og móðir hans, Móeiður Júníusdóttir, stofnaði Jazzband Reykjavíkur. 

View this post on Instagram

A post shared by Krownest (@krownest_band)

Ari segir í samtali við mbl.is að tónlist hafi fylgt honum alla tíð en hann lærði á píanó sem barn. Hann hneigðist þó í átt að rokkinu ungur að aldri en mamma hans kynnti hann fyrir Nirvana og pabbi hans Rammstein og kunni Ari alla textana með Rammstein ungur að árum.

„Ég er ótrúlega stoltur af þeim og ef mig vantar góð ráð get ég alltaf fengið þau hjá þeim,“ segir Ari. 

Ari segir að hann hafi fengið uppljómun þegar hann fór á tónleika með þungarokkshljómsveitinni Une Misére og þá hafi hann farið að spila á gítarinn af fullum krafti. 

Þeir Ari, Matthías, Árni og Óttarr stofnuðu Krownest fyrir um ári síðan og hafa nýtt heimsfaraldurinn í að semja lög og útbúa útgáfu plötunnar. Vegna ástandsins stefna þeir ekki á að halda tónleika í bráð.

Fyrstu plötu Krownest verður hægt að kaupa í Reykjavík Record Shop á laugardaginn en þeir Ari, Matthías, Árni og Óttarr munu árita eintök á milli klukkan 16:30 og 17:30. Platan verður einnig aðgengileg á Spotify.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler