Redford syrgir látinn son sinn

Robert Redford.
Robert Redford. AFP

Kvikmyndagerðarmaðurinn James Redford er látinn 58 ára að aldri. Hann var sonur Hollywood-leikarans Robert Redford. 

Eiginkona James greindi frá andláti hans á Twitter 16. október. Hann lést úr krabbameini í lifur en hann greindist með meinið í lok síðasta árs þegar hann var á leið í lifrarskipti vegna sjúkdóms.

Talsmaður föður hans, Cindi Berger, sagði sorgina vera ómælanlega þegar maður missir barnið sitt.

Robert er 84 ára og var hvað frægastur fyrir kvikmyndina Butch Cassidy And The Sundance Kid. 

James framleiddi heimildarmyndir á borð við The Big Picture: Rethinking Dyslexia.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson