Nýr tökustaður fyrir forsögu Game of Thrones

Úr sjónvarpsþáttunum Game of Thrones sem voru teknir að hluta …
Úr sjónvarpsþáttunum Game of Thrones sem voru teknir að hluta upp á Íslandi.

Tökur á sjónvarpsþáttunum House of the Dragon, sem gerast á undan atburðunum sem áttu sér stað í Game of Thrones, hefjast í ensku borginni Watford á næsta ári.

Þessi forsaga á að gerast um þrjú hundruð árum á undan Game of Thrones og mun Paddy Considine fara með hlutverk konungsins Viserys Targaryen.

House of the Dragon verða teknir upp í kvikmyndaverinu Leavesden í Watford í stað Belfast á Norður-Írlandi þar sem megnið af Game of Thrones var tekið upp. Upptökur fóru vitaskuld einnig fram hér á landi eins og frægt er orðið.

Ekki hefur verið staðfest um aðra tökustaði, en framleiðslan hefst á næsta ári. Reiknað er með frumsýningu árið 2022, að sögn NME.

Þættirnir byggja á bók George R.R. Martin, Fire & Blood.

Frá upptökum á þáttaröðinni vinsælu Game of Thrones á Íslandi.
Frá upptökum á þáttaröðinni vinsælu Game of Thrones á Íslandi. Ljósmynd/Pegasus
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Bjóddu þig fram í verkefni sem enginn vill eða veit hvernig á að leysa. Þú hefur gaman af gátum og því að brjóta heilann.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson