Carl Reiner fallinn frá

Carl Reiner er látinn 98 ára að aldri.
Carl Reiner er látinn 98 ára að aldri. AFP

Leikarinn og skemmtikrafturinn Carl Reiner er fallinn frá 98 ára að aldri. Reiner var hvað þekktastur fyrir að koma að gerð The Dick Van Dyke Show og lék í kvikmyndum á borð við Ocean's Eleven. BBC greinir frá.

Auk þess að leika á hvíta tjaldinu leikstýrði hann nokkrum kvikmyndum, þar á meðal The Jerk og All of me. 

Reiner lést af náttúrulegum orsökum á heimili sínu í Beverly Hills í gær að sögn aðstoðarkonu hans, Judy Nagy.

Hann lætur eftir sig þrjú uppkomin börn, þau Annie, Lucas og leikstjórann og leikarann Rob.

Fjöldi stjarna hefur minnst Reiners í dag og vottað fjölskyldu hans samúð, þar á meðal leikarinn William Shatner.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson