Reeves neitaði að níða skóinn af Ryder

Winona Ryder.
Winona Ryder. Mark Sullivan

Leikkonan Winona Ryder minntist þess í viðtali á dögunum þegar mótleikari hennar Keanu Reeves neitaði að níða skóinn af henni við tökur á kvikmyndinni Bram Stroker's Dracula sem kom út árið 1992. 

Ryder átti að gráta í atriðinu en leikstjórinn Francis Ford Coppola vildi að hún gréti meira. Hann byrjaði því að hrauna yfir hana og kalla hana hóru. Hann hvatti svo mótleikara hennar og alla viðstadda til þess að gera slíkt hið sama. 

„Til að setja þetta í samhengi þá átti ég að gráta. Ricard E. Grant, Anthony Hopkins og Keanu voru þarna og Francis var að reyna fá þá alla til að öskra eitthvað á mig sem myndi láta mig fara að gráta, en Keanu vildi ekki gera það. Anthony ekki heldur. Þetta virkaði bara ekki,“ sagði Ryder í viðtali við The Sunday Times.

Ryder segir að þetta atvik hafi verið upphafið að löngu og sterku vinasambandi sín og Reeves. Hún bætti við að hún bæri engar slæmar tilfinningar til Coppola lengur og að þau væru góð í dag.

Keanu Reeves og Winona Ryder eru góðir vinir.
Keanu Reeves og Winona Ryder eru góðir vinir. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler