Gibson neitar ásökunum Ryder um gyðingahatur

Mel Gibson neitar ásökunum Winonu Ryder.
Mel Gibson neitar ásökunum Winonu Ryder. Samsett mynd

Leikarinn Mel Gibson segir ummæli leikkonunnar Winonu Ryder um að hann hafi látið orð lituð af gyðingahatri falla í samtali við hana ósönn. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þau Gibson og Ryder takast á í fjölmiðlum um þessi ummæli. 

Ryder sagði í viðtali við The Sunday Times um helgina að Gibson hefði spurt hana hvort hún hefði forðast ofnana (e. oven dodger) þegar hann frétti að hún væri af gyðingaættum. Orðin „oven dodger“ eru notuð í niðrandi tilgangi um gyðinga sem sluppu við útrýmingarbúðir nasista í seinni heimsstyrjöldinni. 

Ryder sagði fyrst frá ummælum Gibson í viðtali við GQ árið 2010, en hún segir atvikið hafa átt sér stað í kringum árið 1996. Í viðtalinu við Sunday Times lýsti hún samskiptum þeirra svona: „Við vorum í fjölmennu teiti með góðum vini mínum og Mel Gibson var að reykja vindil. Við vorum öll að tala saman og hann sagði við vin minn, sem er samkynhneigður: „Hey bíddu, mun ég fá alnæmi?“ Síðan kom eitthvað upp um gyðinga og hann sagði: „Komst þú hjá því að fara í ofnana?““

Bæði þá og nú neitar Gibson ásökununum. 

Ryder segir að Gibson hafi reynt að biðjast afsökunar á ummælunum seinna. 

Talsmaður Gibsons segir Ryder hafa logið til um atvikin, bæði upphaflegu ummælin og svo afsökunarbeiðnina. Gibson segist hafa reynt að hafa samband við Ryder fyrir mörgum árum og ræða um lygarnar en hún neitaði að ræða það við hann. 

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Gibson er sakaður um gyðingahatur en handritshöfundurinn Joe Eszterhas sakaði leikarann um að hafa notað sambærileg ummæli þegar þeir unnu saman að kvikmynd um gyðingahetjuna Judah Maccabee. 

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft að takast á hendur ítarlega rannsókn á málefni, sem þú berð fyrir brjósti. Hlustaðu á þína innri rödd. Vertu stór í sniðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson