Aniston man þegar hún sá Kudrow fyrst

Jennifer Aniston og Lisa Kudrow.
Jennifer Aniston og Lisa Kudrow. Samsett mynd

Leikkonan Jennifer Aniston segist muna eftir því þegar hún hitti mótleikkonu sína, Lisu Kudrow, í fyrsta skipti. Þær Aniston og Kudrow léku saman í þáttunum Friends á árunum 1994-2004. 

Þær ræddu saman í seríu bandaríska tímaritsins Variety, Actors on actors, sem birt var í gær.

Aniston og Kudrow hittust fyrst í samlestri fyrir fyrsta þáttinn. „Þú varst klædd í anda Phoebe Buffay, í hvítum, smá hippalegum bol, og varst með helling af skeljahálsmenum. Og þú varst með hárið upp í tveimur spennum og varst með ljósar strípur. Svo, svo fallegt. Og Courteney var í bleikum bol með hvítum borða,“ sagði Aniston. 

Kudrow sagðist muna eftir fyrsta samlestrinum og að hún hafi verið að reyna að koma sér í hlutverk fyrir þættina. Þær segja að augnablikið hafi verið töfrandi.

Þær rifjuðu einnig upp fleiri minningar úr þáttunum og sagðist Aniston enn horfa reglulega á þættina. „Ég elska það. Ég elska að rekast á Friends-þátt. Einu sinni var ég með Courteney og við vorum að leita að einhverju til að vitna í það, einhverju gömlu Friends-dóti, og þá fundum við samantekt af mistökum. Um fimmtán mínútur af mistökum. Við sátum þarna við tölvuna eins og tveir nördar og horfðum á mistökin og hlógum að okkur sjálfum,“ sagði Aniston. 

Kudrow hefur hins vegar ekki horft á þættina í einhver ár. „Ég horfi ekki á þættina. Ég hef ekki gert það í þeirri von að við hittumst einn daginn öll saman og horfum á þá saman,“ sagði Kudrow. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vinur þinn gæti borið undir þig hugmynd að sparnaði í tengslum við ferðalög í dag. Allar fjármálaumræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler