Elgort neitar ásökunum um kynferðisofbeldi

Ansel Elgort.
Ansel Elgort. AFP

Bandaríski leikarinn Ansel Elgort neitar ásökunum að hann hafi beitt 17 ára stúlku kynferðisofbeldi árið 2014.

Á föstudag sakaði kona að nafni Gabby hann um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi. Færslan, sem hún gaf nafnið Saga mín með Ansel Elgort, hefur verið tekin út. 

Elgort svaraði fyrir sig á samfélagsmiðlum í gær og sagði að þau hafi átt stutt, löglegt samband með gagnkvæmu samþykki. Elgort er 26 ára í dag en árið 2014 var hann aðeins 20 ára. 

„Ég get ekki þótst skilja tilfinningar Gabby, en lýsingar hennar af því sem gerðist eru ekki sannar. Ég hef aldrei og myndi aldrei beita neinn ofbeldi. Það sem er satt er að árið 2014 í New York, þegar ég var 20 ár, var ég í stuttu, löglegu sambandi við Gabby. Því miður tókst ég ekki rétt á við sambandsslitin. Ég hætti að svara henni, sem er barnalegt og ljótt að gera við manneskju. Ég veit að þessi síðbúna afsökun hreinsar mig ekki af þessari óásættanlegu hegðun minni,“ skrifar Elgort í færslu sinni. 

View this post on Instagram

A post shared by @ansel on Jun 20, 2020 at 6:36pm PDT

Hann segist skammast sín fyrir hvernig hann lét og segist vita að hann þurfi að læra af mistökum sínum. 

Í upphaflegri færslu Gabby sagðist hún hafa verið misnotuð kynferðislega nokkrum dögum eftir 17 ára afmælið. Hún hafi bara verið krakki og verið mikill aðdáandi Elgort. Gabby sagðist enn þann dag í dag glíma við áfallastreituröskun eftir atvikið. 

Elgort hefur getið sér gott orð í Hollywood á síðustu árum og meðal annars leikið í The Goldfinch, Paper Towns og The Fault in Our Stars. Hann kemur til með að fara með hlutverk í kvikmynd Steven Spielberg, West Side Story, seinna á þessu ári. 

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler