Skammast sín fyrir textann í Blurred Lines

Blurred Lines kom út árið 2013.
Blurred Lines kom út árið 2013. AFP

Tónlistarmaðurinn Pharrell Williams segir að hann skammist sín fyrir textann við lagið Blurred Lines sem hann ásamt Robin Thicke gaf út árið 2013. 

Lagið hefur allt frá útgáfu þess verið gagnrýnt fyrir að ýta undir nauðgunarmenningu og gera lítið úr konum. Pharrell segir að til að byrja með hafi hann ekki skilið af hverju sumum fyndist textinn vera „nauðgunarlegur.“

Seinna meir áttaði hann sig á því að „það eru karlar sem nota sama mál þegar þeir tala um að misnota konur.“

Lagið var bannað í fjölda háskóla á sínum tíma og auglýsing með laginu í og fyrirsæturnar úr tónlistarmyndbandinu máttu ekki vera sýndar í sjónvarpsdagskrá árið 2013. 

Í viðtali við tímaritið GQ sagði hinn 46 ára gamli Pharrell að hann var fæddur á öðrum tíma og hlutir sem máttu þá virkuðu ekki í dag. 

„Ég myndi aldrei semja eða syngja sum gömlu lögin mín í dag. Ég skammast mín fyrir eitthvað af þessu efni. Það tók mig bara langan tíma og mikinn þroska til að komast á þann stað,“ sagði Pharrell.

Hann sagði að Blurred Lines hafi breytt öllu fyrir hann en viðurkenni að fyrst skildi hann ekki af hverju lagið fékk svo neikvæð viðbrögð frá sumum. Í laginu, sem hann gerði með Ticke, eru línur á borð við „Ég hata þessar óskýru línur. Ég veit þú vilt þetta.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant