John segir Jackson hafa verið andlega veikan

Elton John segir Jackson hafa verið alvarlega veikan.
Elton John segir Jackson hafa verið alvarlega veikan. AFP

Tónlistarmaðurinn Elton John segir tónlistarmanninn Michael Jackson hafa verið andlega veikan og hafi verið óþægilegt að vera í kringum hann. John segir í ævisögu sinni, Me, sem væntanleg er á næstu vikum að hann hafi þekkt Jackson ágætlega þegar hann var barn en í gegnum árin hafi samband þeirra dofnað. 

„Ég þekkti Michael síðan hann var 13 eða 14 ára. Hann var eins dásamlegt barn og þú getur ímyndað þér. En á einhverjum tímapunkti á næstu árum byrjaði hann að loka sig af frá heiminum, í burtu frá raunveruleikanum á svipaðan hátt og Elvis Presley gerði,“ skrifar John í útdrætti sem birtist í The Independent. 

„Guð má vita hvað var í gangi í höfðinu á honum og Guð má vita hvaða lyfseðilsskyldu lyfjum var dælt í hann, en í hvert skipti sem ég sá hann í gegnum árin hugsaði ég með mér að greyið maðurinn væri búinn að missa það algjörlega. Ég meina það ekki í einhverjum hálfkæringi. Hann var alvarlega andlega veikur, óhugnanleg manneskja til að vera í kringum,“ segir John og bætir við að það hafi verið afskaplega sorglegt.

Hann lýsir einnig matarboði sem hann hélt eitt sinn og Jackson var meðal gesta. John segir Jackson ekki hafa borðað neitt og afsakað sig fljótlega frá borðinu. Þau fundu hann svo síðar með 11 ára gömlum syni húshjálparinnar. „Af einhverjum ástæðum átti hann enga samleið með fullorðnum,“ skrifaði John.

John kynntist Jackson þegar hann var 13 eða 14 ára.
John kynntist Jackson þegar hann var 13 eða 14 ára. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kannt að fá merkilegar upplýsingar sem gætu á endanum haft breytingar í för með sér. Gríptu til viðeigandi ráðstafana í tæka tíð.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
2
Erla Sesselja Jensdóttir
3
Sigríður Dúa Goldsworthy
4
Lars Kepler