Airwaves-dagskráin opinberuð

Frá tónleikum Tierru Whack í Listasafni Reykjavíkur á Iceland Airwaves …
Frá tónleikum Tierru Whack í Listasafni Reykjavíkur á Iceland Airwaves í fyrra. mbl.is/Árni Sæberg

Dagskrá tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves, sem fram fer í Reykjavík 6.-9. nóvember næstkomandi, hefur verið gerð opinber á vef hátíðarinnar.

Nú geta þeir sem ætla sér að sækja hátíðina því glöggvað sig á því hvenær hljómsveitir munu spila og hvar og byrjað að raða upp eigin dagskrá.

Tónleikar hátíðarinnar fara fram á níu stöðum í Reykjavík; í Fríkirkjunni, Gamla bíói, Gauknum, Hard Rock Café, Hressingarskálanum, Iðnó, Kex hostel, Listasafni Reykjavíkur og Valshöllinni að Hlíðarenda.

Á Hlíðarenda verða stórtónleikar á laugardagskvöldinu þar sem sveitir á borð við Agent Fresco, Vök og Of Monsters and Men koma fram, en síðastnefnda sveitin hefur ekki spilað á Íslandi frá því árið 2016.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki rétti tíminn til að vera einn. Komdu þér út úr húsi. Viss aðili fær rauða spjaldið hjá þér.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Inger Wolf
5
Sofie Sarenbrant